Síðan er nú komin með nýtt lógó sem að við erum mjög ánægðar með og fellur vel að síðunni.  Við mæðgur ætlum svo að skella okkur á vörusýningu núna 10. febrúar – 14 febrúar.  Sýningin heitir Ambiente og verður haldin í Frankfurt.  Þar verða allskonar vörur til sýnis og við hlökkum mikið til að finna eitthvað fínt til að hafa í vefversluninni.

Lesa má nánar um þessa sýningu hér: http://ambiente.messefrankfurt.com/frankfurt/en/besucher/willkommen.html

Einnig ætlum við að vera duglegar á snapchat á meðan sýningunni stendur.